Wednesday, February 26, 2003

Vil vekja athygli á því að Laugardaginn 1.mars verða Beyglur með Öllu með sýningu til styrktar Samtökunum 78.

Þetta er frábær sýning, fyndin, frumleg og bara ógeðslega skemmtileg.... Ef þið eruð ekki búin að sjá hana þá skellið ykkur núna og upplifið rífandi stemmningu um leið og þið styrkið frábært málefni.

Sýningin hefst kl.21.00.
Pantið miða á beyglur@simnet.is
eða í s. 562-9700 (Miðasala Iðnó)

Koma Soh krakkar.......
Jæja... þá er komið að því... Slæðan fer í gírinn aftur....
Verðum á Ölstofunni að spila fyrir afmælisbarn á laugardagskvöldið (1.mars)
Byrjum upp úr ellefu...... kossar og klám..
Kíkið við ef þið eruð í stuði.

Monday, February 10, 2003

verið er að flytja myndirnar inn á nýtt myndasvæði... vonandi reddast þetta asap :)
nýja svæðið er hérna

Monday, December 23, 2002

Rokkslæðan spilar fyrir dansi á Vídalín annan í jólum!!!!!!!
Það verður brjálað tempo og munu gestasöngkonur stíga á stokk og pleija með slæðunni.... Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til þess að upplifa hinn sanna jólaanda.
Slæðan

Tuesday, December 10, 2002

gay porn starYou Should Star in Gay Porn!


Because two dicks are always

better than one!What Porn Should *You* Star In?

More Great Quizzes from Quiz Diva


Takk öll sem mættuð á laugardaginn. Við skemmtum okkur alltof vel... enduðum með góðum grúppíum á efri hæð Vídalíns þar sem drukkið var mikið af eplasnafs. Ég skreið svo heim og lá á gólfinu í íbúðinni minni og söng stuðmannalag hástöfum um leið og ég hikstaði mjög sjarmerandi brennivínshiksta. Er hægt að enda kvöld betur spyr fávís daman... En nú er maður komin úr borg óttans í friðinn á landsbyggðinni. Mikil harmónía og fegurð enda er bærinn yfirskreyttur af jólaseríum sem gleðja mann í skammdeginu. Heimskautaávextir... Allt er fullt af ást og jólabarnið inní mér að bilast. Við spilum aftur á Vídalín annan í jólum og þá verða sko sungin jólalög!! Seytján kossssssar...
Kriz jólablizz

Friday, December 06, 2002

Djöfuls spenningur fyrir morgundeginum... svo langt síðan við höfum haldið almennilegt gigg. Dv er eitthvað að klúðra þessu og segir að við séum líka á Vidalín í kvöld (föst) sem er bara bull. Við verðum bara þar á morgun.Svo eru Nick Cave tónleikar á mánudag... GAMAN. Sjáumst í mega stöði á morgun sætu......
kriss
JEE je je je je
Slæðan er að missa vitið..... Þetta er sem sagt opinbert mál núna.. Tempóið er að ná hámarki og greddustigið er mjög hátt..Við erum svo gjörsamlega tilbúnar til að rokka ógleymanlega á laugardaginn..
Við erum sem sagt að fara að spila á Vídalín um helgina ( 7 des ) Ballið byrjar klukkan 23 30 og Andrea Jóns verður með okkur....
Kostar 700 kall inn (bjór og snafsar á tilboði)

Helgi Bjö, Sigga Beinteins, Helga Möller, Jóhann G, Vala Matt,Héðinn,Bo, Kartín.is,Valgeir Guðjóns,Frikki Væs,Bjarni Ara,Diddú,Bjartmar,Hörður Torfa,Svala Björgvinz, Jóhanna Guðrún, Hera, Bubbi og Brynja,Marín Manda, Dollý Parton,Jói Fel, Gauji litli, Sirrý,Stella Haux,Amal Rún,Linda Pé, Mel B, Sísí og Kókó, Fjölnir Þ, Hófí og miklu miklu fleiri verða í geðveiku rugli á vængnum...
KOMA SVO MEÐ JóLATEMPóIÐ
Rokkslæðan

Monday, December 02, 2002

Eftir óótrúlega langt hlé verða tónleikar með Rokkslæðunni á Vidalín næstkomandi laugardag!! Jibbíjeijibbíjei rokk og ról í Reykjavíkurborg beibí. Allir sem eru með meðvitund verða að fra í rokkgallana og mæta og dansa og gleðjast fram á nótt með okkur. Stuðið verður stjórnlaust. Hemmi Gunn veislustjóri og miðaverð í lagmarki enda fylgir bjór með. Okkur hlakkar meira til en Svölu Björgvinz til jólanna. VúhÚ :)))
Slæðan

Tuesday, November 26, 2002

incredibleYour Sex Life's Incredible!


You have sex more than Madonna,

And you always come!

Find the nearest warm body,

And fuck until you're numb!How Does *Your* Sex Life Compare?

More Great Quizzes from Quiz Diva


Koma Soh... Það þurfti nú ekkert próf til þess að segja manni þetta.

Monday, November 18, 2002

Ó mæ gawd... allt of langt síðan slæðan hefur bloggað. í fréttum er þetta helst að við erum búnar að keppa í popppunkti... þetta er sko tekið upp fyrir fram en þið verðið nú bara að horfa á þáttinn á laugardaginn til þess að sjá úrslitin. Stákarnir í svörtum fötum voru ótúlega sætir enda erum við allar hættar að vera lessur eftir að við hittum þá. Þeir eru nefnilega mjög góðir við börn og sona. Eitthvað annað en við. Það var líka mjög fallegt að horfa á popppunkt síðustu helgi þar sem að dr.gunni hrópaði KOMA SVO á afar fallegum tímapunkti. Greinilegt að hann er grúppía og mun næsta bók hans væntanlega heita Koma svo með tempoið... sem er miklu flottara nafn en Eru ekki allir í stuði Það sem gerist inn í mér þegar e-r öskrar hvar er tempóið er einungis hægt að líkja við mjög þéttan badmintonleik. Sjálf er ég orðin mjög mikill aðdáandi íþróttarinnar eftir að hafa rekist á þessa síðu... er bara að vona að þeir vilji taka að sér að hanna föt á okkur í Rokkslæðunni. En allavega þá er næsta gigg hjá okkur þann 7.des á Vídalín og mun rokkgyðjan Andrea Jóns væntanlega pleija með. Það verður ógeðslega gott tempo í gangi enda erum við orðnar mjög graðar í að spila.... svo langt síðan síðast... ég mæli með því að allir taki þennan dag frá og byrji að koka um hádegisbil....
Einnig er stefnt að því að halfda mjög glam jólatónleika þar sem fullt af gestasöngkonum kemur og tekur lagið með okkur..... nánar um það síðar. Verð að drífa mig.... á deit við Völu Matt. Rock on!
Kriss

Monday, November 11, 2002

Spáið fyrir um úrslitin í popppunkti HÉR.......

Sunday, November 10, 2002


Who are you most likely to fuck

brought to you by Quizilla

je ræt............ úh justin koma svo!

Tuesday, November 05, 2002

blaTake the Which Madonna Video Are You? Quizmadonna rúlar..............
jejeje er ekki allir í stöði? Ok við tókum popppunktinn í nefið en það verður brjálæði að mæta sætu strákunum í svörtum fötum.... við verðum að vera rosalegar enda þjálfunarbúðir á næsta leiti... annars er so mekeð að gera hjá okkur öllum þessa dagana að við verðum ekki að spila mikið á næstunni. Það verður þó vel auglýst þegar það gerist. Ég vil vekja athygli á frábærum veitingastað sem Gréta gítarsnillingur bandsins er farin að reka... Þetta er snilldarstaður með amerískum innréttingum (rauðum básum og köflóttum dúkum) alveg eins og í bíómyndunum og maturinn... jesús hann er geðveikur..... alla vega þá heitr staðurinn DINERINN og er staðsettur í Ármúlanum. En annars er ég að njóta lífsins á austfjörðum þessa dagana... afar friðsælt og yndislegt..langar samt að fara á rjúpu bráðlega en það er bara svo brjálað að gera ... er að vonast til að klára eitt stykki B.A.ritgerð fyrir jól hmmm. En sendi ykkur stöðkveðjur hér frá norðfirði ....

ást Krisss

Thursday, October 31, 2002


Jæja elskurnar mínar!!!!
Það var ekkert smá gaman að spila í Sandgerði.. Jésús það var bara fullt af skemmtilegu fólki þarna og greddustigið var svo hátt að það var ekki lengur mælanlegt.. Við ætlum pottþétt að spila aftur á Vitanum..Sandgerði er borgin sem aldrei sefur..Vil líka vekja sérstaka athygli á því að súperstjarnan Leoncie og eignimaður hennar og elskhugi Viktor, búa í Sandgerði.. Þau eru náttúrulega bara að gera það gott....Hver man ekki eftir laginu sexy loverboy ??? Það er einmitt um folann hann Viktor..
Anyways það var alveg einstaklega gott tempó allt kvöldið og eftir giggið þá enduðum ég, aðalgrúppían og Héðinn á strippbúllunni Casino í Kef.. Þetta er mjög athyglisverður staður, óhætt að segja að dýrið gangi laust þarna inni..Kvöldið endaði með ósköpum og við skottuðumst heim með djúpt sálarör..
Það voru teknar fullt af myndum í Sandgerði og þið getið skoðað þær inn á
Gott landsbyggðarfist á heimsmælikvarða.....
Jæja núna erum við að fara í PoPPpunkt.. Við erum að fara að keppa á móti Land og sonum og það verður tekið upp í dag kl 17 OO, sýnt á Laugardaginn næstkomandi..
Það er náttúrulega alveg bókað mál að við komum til með að fista Land og syni á einn eða annan hátt.. Hlakka geðveikt til...
Jæja elskurnar mínar, er að spá í að hringja í rokkdrottninguna Andreu til þess að öðlast smá tónlistarlega vitneskju... Love u all
Kidda Rokk

Thursday, October 24, 2002

Hæ elskurnar! Við í slæðunni erum að fara að spila í Sandgerði næstkomandi laugardag og vil ég hvetja alla til að mæta enda er þetta bara rétt fyrir utan bæjarmörkin... Kidda er búin að fara að skoða pöbbinn sem ber nafnið Vitinn (mejög flott) og mér skilst að greddustigið í Sandgerði sé mjög hátt... Sum sé Rokkslæðan á Vitanum á laugardaginn upp úr ellefu... 800 kall inn....
ÁST Kriss

Tuesday, October 15, 2002

not bisexualNope. Definitely not bisexual. Thank you for trying ;)


Although you only like to eat one kind of meat,

that doesn't mean you are any less of a sexual gourmand.

You just choose only the finest of dicks/breasts

(whichever strikes your particular gender's fancy)

and enjoy them with the style and panache that ideally suits you.Are *You* Bisexual? Click Here to Find Out!

More Great Quizzes from Quiz Diva

súperlessan strikes again......
Hæ öll þið yndislegu!! Ég er stödd á austfjörðum aldrei þessu vant og líður að sjálfsögðu guðdómlega á þessum fallega stað sem Neskaupstaður er... er ný komin af elliheimilinu þar sem að ég pleijaði með og tók að mér verkefni fyrir tímaritið Austurgluggann og spurði gamlar konur hvort þær hefðu lent í lífsháska... Því meður voru nú lífsháskasögurnar ekki feitar .. bara ein sem var eitthvað skekkt eftir bílslys... Vil hins vegar vekja athygli á því að það er mjög líklegt að ég muni deila með ykkur ódauðlegum lífsháskasögum hér á blogginu á næstu vikum því í gær lauk ég síðasta stigi skotvopnanámskeiðsins... Ég er sumsé ekki aðeins komin með skotvopnaleyfi heldur frá og með deginum í dag einnig með VEIÐILEYFI. Lærði eins og moðerfokker í gær og svo fórum við í brjálað próf á Eskifirði með sveittum sjómönnum þar sem við þurftum að geta greint alla fugla og vita hvenær má veiða þá... mjög flókið en auðvitað dúxuðum við!! Við erum sem sagt að tala um að skotveiðikonan í mér gengur laus og þess er ekki langt að bíða þar til ég mun ganga um sléttur landsins með dauðar rjúpur hangandi í beltinu.... Ég er svo æst yfir þessu að ég er að bilast... hefur nefnilega alltaf dreymt um að veiða mér dýr til matar og elda það fyrir vini mína.... Hljómar heilbrigt... hmm. Er hægt að upplifa meira rokk spyr ég? Að lokum vil ég minna ykkur á síðustu grein siðareglna skotveiðimanna : GÓÐUR SKOTVEIÐIMAÐUR SKILUR EKKERT EFTIR SIG NEMA SLÓÐ SÍNA..... í mínu tilfelli verður hún BLÓÐUG!! beibi..... Mwahahahaha. Passið ykkur.........

Hlakka annars geðveikt til að rokka á kynvillinga festivalinu á föstudaginn.. fullt af nýjum lögum...verðum með brjálað sjó. Þúsund kossar... Landsbyggðin rúlar!
Krissss

Thursday, October 10, 2002


Halló fallega fólk!!!
Djöfull var gaman að spila á Barnum á föstudaginn, djöfull voru þið öll falleg. Það tryllti okkur ekkert smá að sjá tvo föngulega pilta fara úr að ofan (og í sleik ) og ekki var strippið hennar Bryndísar verra. Við vorum alveg að fíla þetta í botn..Við ætlum sko að spila aftur á þessum bar...Annars er bara allt í blússandi hamingju hjá okkur öllum (rokkstjörnur eru sko alltaf að tryllast úr stuði), við erum að undirbúa okkur fyrir ballið 18 okt.. Það verður haldið á Laugavegi 178 ( gamla sjónvarpshúsið ) á vegum samtakanna 78...Við vorum að æfa í gær og ætlum svo að æfa meira á laugardaginn, þannig að þið megið búast við nýju stöffi....
Það verður enginn annar en súperstjarnan Páll 'Oskar sem mun dj'a með okkur....Þetta verður ógleymanlegt því get ég lofað...Það eru allir velkomnir á þetta ball, kynvísir og villtir.. Það kostar 900 kr fyrir félaga Samtakanna' 78 og 1400 kr fyrir aðra..Ef þið viljið alvöru rokk í hjartað mætiði.........................
Koma svo með tussuna
Love u men
K. Rokk

Friday, October 04, 2002

Hæ sæta fólk !!!!

Verð aðeins að tjá mig um líðan mína...'Eg er ekkert smá glöð að vera að fara að spila í kvöld.. Dísa fór og kíkti á barinn í gær og sagði mér það að þetta væri geðveikislega flottur staður... Við ætlum að vera í geðveiku stuði.. Það er orðið frekar langt síðan við spiluðum svona heilt gigg þannig að spennan verður í hámarki.. Svo að sjálfsögðu verðum við að fagna því að Krizzz er komin með byssuleyfi..Hún fékk sér byssuleyfi í gær og keyrir núna um landið og handrukkar fólk og dýr.. Mér finnst þetta geðveikislega kúl, er mjög stollt af vinkonu, mjög stolt.... Jæja fallega fólk ég mana ykkur til að koma á fillerý með okkur í kvöld..Við ætlum að skemmta okkur fram á rauða nótt og það væri yndislegt að sjá YKKUR....Show up or.......
'Ast og kossar Kidda Rokk

Tuesday, October 01, 2002

Jæja elskurnar mínar... Það er allt að verða vitlaust hjá okkur... Við erum sem sagt að fara að spila núna næstkomandi föstudagskvöld ( 4 okt ) á gamla Vegas. Strípibúllan er semsagt DAUÐ og það er komin nýr staður þarna sem heitir BARINN.. Það er mjög mikilvægt að allar góðu grúppíurnar okkar mæti og fletti sig klæðum....
Við ætlum að vera í geðveikara stuði en hægt er að ímynda sér.. Það verður fistað grimmt og drukkið stíft...
Núna mönum við alla sjöfalt að koma og verða vitni af þessum ódauðlega viðburði.. Koma svo með tempóið..
Barinn er á Laugavegi 45 (Vegas) það kostar 500 kall inn
Ballið byrjar upp úr 23 00

Sjáumst Rokkslæðan

Monday, September 30, 2002What obscure band are you?
Hhahah..... rokkslæðan er Shonen Knife... mjög viðeigandi... enda erum við svo hressar og fílum karaoke og mellupopp. Næsta staðfesta gigg hjá Slæðunni ; BALL HJÁ samtökunum 78 FÖST.18.OKT. STAÐSETNING; Gamla sjónvarpshúsið á laugavegi. ALLIR VELKOMNIR!! PÁll Óskar dídjeijar með okkur af sinni alkunnu snilld.
Ef eitthvað pöbbagigg dettur inn fyrir þann tíma verðið þið að sjálfsögðu látin vita um leið elskurnar...
Kreyst

Wednesday, September 25, 2002


geminiWhat's *Your* Sex Sign?

Þetta þýðir bara eitt... dýrið gengur laust.
Kriss og Kidda rokk

Eitt mjög mikilvægt atriði.............
Það vantar töluvert mikið tempó í grúppíubókina.. Mana allar grúppíurnar til að skrifa okkur línu..Við fáum nefnilega andlegar raðfullnægingar ef það gerist.. Endilega svo tjá sig meira á spjallinu.. Koma svo baby, koma svo með tempóið...

Tuesday, September 24, 2002

Jæja elskurnar mínar!!!
Skemmti mér mjög vel á laugardaginn.. Vorum að spila niðrí Skapara, hjá Dúsu og Rósa (rokkslæðuhönnuðum).. Þau eru einmitt alltaf með glæsilega tónleika á laugardagskvöldum á milli 21 og 22.. 'Eg veit ekki hvaða hljómsveit er að spila næstkomandi laugardagskvöld en ég ætla að reyna að komast að því.........
Annars er maður bara að kafna úr hamingju þessa dagana.. Það er margt skemmtilegt framundan.. VIð erum að fara að spila í kokteilboði hjá Röggu Eiríks (flipp og kynlífshjúkku) á föstudaginn og svo eru samtökin að fara að halda geðveikt ball í okt.
Annars verða allir að halda áfram að rokka því ef maður týnir rokkinu þá er maður dauður...........
Love Kidda Rokk

Monday, September 23, 2002

Hæ elskurnar... erum að bóka næstu gigg... vonandi verðum við á Vídalín í byrjun okt. þetta verður staðfest á næstu dögum. Svo munum við ROKKA á samtakaballi 18.okt. Yeah!! Meira síðar. 'Ast og friður....
Slæðan

Monday, September 16, 2002


discover what candy you are @ stvlive.com


Kysstu mig tíkin þín..... Mwah!
Kriss
Hvar er draumurinn... jehehe... er með sálina á heilanum enda stödd á austfjörðum og fátt er fegurra en að liggja í stórbrotnum dal og hlusta á Stebba Hill. Slæðan er að fara að gera stóra hluti, fengum tilboð frá mjög sætum strákum um daginn að fara túr með þeim um landið... "The Invicible Tour" er vinnuheitið þannig að ef ég væri í ykkar sporum myndi ég PASSA MEG (austfersk áhrif)... Fór til Mjóafjarðar í gær og heimsótti einbúa, þið sem hafið ekki komið til mjóafjarðar eruð í ruglinu, með flottari stöðum landsins. Einbúi þessi sem er kvenkyns kynnti okkur fyrir gæsunum sínum, enda á hún yfir 40 af þeim og allar eru þær skírðar. Sú minnsta af þeim heitir Litla Skjótt og hlýðir kalli. Er að fatta að inni í mér er dreifaratík sem elskar landsbyggðina í botn. Dreymir um að liggja á togaraþilfari og finna lyktina af skipalakki. 1-2-3 Stöðvarfjörður. Jesús ég er að bilast. Líður svo vel. Koss til allra.
Kreyst
Je baby!!!!!
Það er margt skemmtilegt að gerast hjá okkur núna.. 'Eg er til dæmis að æfa mig á píanó og ætla mér að verða betri en Elton John...Er búin að pikka upp fullt af ógeðslegu mellupoppi og ég fílaða.. Það erum búnar að vera fullt af pælingum í gangi hjá okkur.. Gréta er búin að semja dauðarokkslag og við erum að spá í að fara í stúdío..Erum þessa dagana að spila í kokteilboðum hjá alþingi og svo erum við að koma mjög sterkar inn í mafíuna...Þannig að líf okkar snýst um snittur og kampavín...
Erum að undirbúa nokkur gigg sem verða auglýst síðar...Vona að allir séu að fista grimmt.. 'Eg er allavegana ekki búin að gleyma neinu..Haldiði áfram að rokka feitt.. Við sjáumst mjög fljótlega.......
Love Kidda Rokk

Saturday, August 31, 2002

Sælar elskurnar!!!!!
Núna akkúrat þessa stundina er ég að tryllast úr maníu og gleði...Er búin að vera að huxa um næstu helgi og rokka inní mér.. Er reyndar stödd á fjölskylduhátið þessa stundina, en það getur líka verið rokk.. jamm við erum sem sagt að fara að spila í IÐNÓ um næstu helgi.. Þá verður frumsýningarpartý fyrir "Beiglur með öllu"... Það er leikrit um allskonar konur að klæmast saman og fleira.. Krizzz er einmitt búin að vera að vinna í þessu stikki sem dramatúrg.. Ég hef varla séð stelpuna, hún er búin að vera að rúnka sér með beiglunum öllum stundum og ég er orðin mjööööööööög afbrigðisöm.... Alla vegana það eru allirvelkomnir í þetta partý, held að það kosti einhvern 500 kall inn.. Gullfoss og Geysir verða líka að spila, þannig að við ætlum aðalega að vera á fylleríi saman og auðvitað spila líka..Þannig að elsku grúppíur þið verðið að koma því annars verðiði skotnar í fótinn...
Vei vei vei ég er að fara á ball með Stuðmönnum í kvöld, ætla að skella mér með grúppíu nr 1.... Hlakka geðveikt til...
Semsagt allir að koma í IÐNÓ á föstudaginn....
Fist on girls
Kidda Rokkari

Tuesday, August 20, 2002

Elsku folk....kriz her fromlondon city...er buin ad hanga i brighton i allan dag... fullt af sol og gledi.. (gedveikur hemmi) Alla vega tha langar mig til thess ad itreka thad ad allir eru velkomnir a neskaupsstad um helgina a ball lifsins.... Hlakka til... FADM til allra....
Krizzzzzz

Thursday, August 15, 2002

Elskurnar!
NÆSTU TÓNLEIKAR verða sem hér segir....
24.ágúst ; Egilsbúð (Neskaupstaður rúlar)
6.sept. ; Ball í Iðnó (Frumsýningardansleikur "Beyglur með öllu") Þar mun slæðan flippa ásamt plötusnúðunum Gullfossi og Geysi ... aðeins 600 kall inn.
Slæðan